Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er búinn að finna arftaka miðjumannsins Kevin de Bruyne sem nálgast seinni árin í boltanum.
De Bruyne verður 33 ára gamall á næsta ári en hann hefur verið einn allra mikilvægasti leikmaður Man City í langan tíma.
Samkvæmt hollenska miðlinum AZ ætlar Guardiola að fá til sín Jamal Musiala frá Bayern Munchen og sér hann sem arftaka De Bruyne.
Musiala hefur staðið sig virkilega vel hjá Bayern en hann hefur ekki náð að semja við félagið um nýjan samning.
Um er að ræða 20 ára gamlan leikmann og ætla Englandsmeistararnir að nýta sér erfiðleika í samningaviðræðum til að tryggja sér þjónustu Musiala.
De Bruyne er ekki aðeins að nálgast seinni árin heldur hefur Belginn verið að glíma við þónokkur meiðsli undanfarna mánuði.