Southampton 3 – 1 Birmingham
1-0 Taylor Harwood-Bellis
2-0 Carlos Alcaraz
2-1 Jay Stansfield
3-1 Adam Armstrong
Það stefnir í að Wayne Rooney verði ekki langlífur í starfi hjá Birmingham eftir að hafa tekið við á dögunum.
Rooney var áður þjálfari Derby og DC United en var ráðinn þjálfari Birmingham fyrir ekki svo löngu. Liðið leikur í ensku Championship-deildinni.
Stuðningsmenn Birmingham eru afskaplega óánægðir með komu Rooney en gengið undir John Eustace var nokkuð fínt í byrjun tímabils.
Eftir að Rooney tók við hefur Birmingham tapað þremur leikjum í röð og er í 16. sætinu með 18 stig eftir 14 leiki.
Southampton var andstæðingur dagsins og vann 3-1 heimasigur og var þetta sjötta tap Birmingham á tímabilinu.