Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrir FC Kaupmannahöfn í dag sem mætti Hvidovre í Danmörku.
Orri byrjaði leikinn fyrir heimamenn og fékk að spila allar mínúturnar í öruggum 4-0 sigri.
Íslenski landsliðsmaðurinn komst á blað undir lok leiks og skoraði fjórða mark FCK á 88. mínútu.
Þetta var áttunda mark Orra á leiktíðinni en FCK situr í toppsæti deildarinnar með 29 stig.
Silkeborg er í öðru sætinu með 25 stig en er fjórum stigum frá FCK en á leik til góða.