Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, er alls ekki ánægður með leikskipulagið um hátíðirnar á Englandi.
Chelsea þarf að spila leik þann 24. desember eða á aðfangadag gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni.
Það er í fyrsta sinn síðan 1995 sem leikur fer fram á þessum degi en Leeds og Manchester United áttust við þann 24. desember á því ári.
Pochettino er alls ekki ánægður með dagsetninguna en hann fagnar brúðkaupsafmæli sínu degi áður.
,,Eru stuðningsmennirnir ekki ánægðir? Ég er heldur ekki ánægður,“ sagði Pochettino við blaðamennn.
,,Í desember þá fagna ég brúðkaupsafmæli mínu og þarf að ferðast til Wolves. Ég ætla ekki að eyða því kvöldi heima hjá mér.“
,,Ég hef enga trú á að ég geti sannfært hana um að koma til Wolverhampton. 24. desember er mjög mikilvæg dagsetning fyrir fólk í Argentínu, vonandi get ég fagnað eftir leik.“