Gregg Oliver Ryder hefur verið ráðinn þjálfari KR í Bestu deild karla en þetta staðfesti félagið á blaðamannafundi í dag.
Gregg þekkir vel til landsins en hann þjálfaði Þrótt og Þór á sínum tíma og var einnig aðstoðarþjálfari hjá ÍBV.
Englendingurinn hefur undanfarin ár starfað í Danmörku en hann hefur verið aðstoðarmaður hjá HB Köge þar í landi.
Um er að ræða 35 ára gamlan þjálfara en hann er uppalinn hjá Newcastle og starfaði hjá unglingaliði félagsins árið um tíma.
Gregg er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Þrótturum en hann var aðalþjálfari þar frá 2013 til 2018.
Hann tekur við starfinu af Rúnari Kristinssyni sem hefur gert samning við Fram.