Wolves 2 – 2 Newcastle
0-1 Callum Wilson(’22)
1-1 Mario Lemina(’36)
1-2 Callum Wilson(’45, víti)
2-2 Hee-Chan Hwang(’71)
Síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var ansi fjörugur en spilað var á Molineux vellinum í Wolverhampton.
Newcastle kom í heimsókn að þessu sinni en þessari viðureign lauk með 2-2 jafntefli.
Callum Wilson átti flottan leik fyrir gestina og gerði tvennu en seinna mark hans kom af vítapunktinum.
Mario Lemina skoraði fyrra mark Wolves og þá jafnaði Hee-Chan Hwang metin fyrir heimamenn í seinni hálfleik.
Hwang skoraði mjög fallegt jöfnunarmark en bætti upp fyrir eigin mistök eftir að hafa gerst brotlegur innan teigs í fyrri hálfleik sem kostaði mark.