Byrjunarlið íslenska kvennalandsliðsins sem tekur á móti Dönum í Þjóðadeildinni er klárt.
Um er að ræða þriðja leik Íslands í Þjóðadeildinni en hingað til hefur liðið unnið Wales og tapað gegn Þýskalandi.
Tvær breytingar eru á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Þýskalandi en Agla María Albertsdóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir koma inn fyrir þær Ingibjörgu Sigurðardóttur og Berglindi Rósu Ágústsdóttur.
🇮🇸 Byrjunarliðið gegn Danmörku!
❓ Leikurinn hefst kl. 18:30 á Laugardalsvelli.
🎟 Miðasala á https://t.co/iwyH4UEb7x! Fjölmennum á völlinn!
https://t.co/yaqiTNW5Hy#dottir pic.twitter.com/4OQwPPQZ0w
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 27, 2023