Ballon d’Or verðlaunin eftirsóttu verða afhent á mánudag og samkvæmt fréttum er ljóst að Lionel Messi mun hreppa þau enn einu sinni.
Argentínumaðurinn hefur sjö sinnum unnið þessi stærstu einstaklingsverðlaun fótboltans, oftar en nokkur annar, og ef marka má alla helstu miðla gerir hann það í áttunda skiptið í ár.
Messi leiddi Argentínu að heimsmeistaratitlinum í Katar undir lok síðasta árs sem spilar sterklega inn í að hann hreppir verðlaunin.
Í tilefni að þessu var rifjuð upp færsla knattspyrnuaðdáandans Jose Miguel Polanco frá því 2015 en hann spáði einmitt hárrétt fyrir um að Messi og Argentína yrði heimsmeistari þann 18. desember 2022. Alveg hreint magnað.
Færslan er hér að neðan.