Robbie Fowler fyrrum framherji Liverpool hefur verið rekinn úr starfi þjálfara Al-Qadsiah í Sádí Arabíu.
Fowler tók við starfinu í sumar en Al-Qadsiah leikur í næst efstu deild þar í landi.
Fowler var eins og margir aðrir klárir í að fara til Sádí enda launin þar í öðrum flokki en flestir venjast.
Al-Qadsiah vildi fara upp um deild og Fowler virtist vera að gera allt rétt, sex sigrar og tvö jafntefli eftir átta leiki í deildinni.
Fowler er þakkað fyrir góð störf eftir að samningi hans var rift en Michel fyrrum leikmaður Real Madrid tekur við.