Facundo Pellistri 21 árs gamall kantmaður Manchester United segir allt í borginni snúast um rauða félagið en ekki nágrannana í Manchester City.
City hefur verið betra liðið síðustu ár en kantmaðurinn frá Úrúgvæ segist ekki verða var við það í borginni.
„Manchester borgin snýst allt um United, þú sérð hvorki City treyjur eða fána hérna í borginni,“ segir Facundo Pellistri.
Grannaslagur í Manchester fer fram á sunnudag og búast flestir við sannfærandi City sigri.
„Stundum fer ég út með kærustu minni og við förum í leik þar sem við reynum að finna City varning, við sjáum ekki neitt.“
Pellistri er mest á bekknum hjá United en vonast eftir tækifæri í stórleik helgarinnar.