Íslenska kvennalandsliðið tók á móti því danska í Þjóðadeildinni í kvöld. Úr varð hörkuleikur.
Stelpurnar okkar sköpuðu sér nokkur afbragðs tækifæri í fyrri hálfleik og voru heilt yfir betri í honum. Glódís Perla Viggósdóttir komst næst því að skora þegar hún skallaði í slána.
Staðan í hálfleik var þó markalaus.
Það átti eftir að koma í bakið á íslenska liðinu að nýta ekki færin því á 71. mínútu kom Amalie Vangsgaard Dönum yfir eftir frábæra fyrirgjöf Sofie Svava.
Ísland leitaði að jöfnunarmarki en allt kom fyrir ekki. Lokatölur 0-1 fyrir Dani þrátt fyrir fínasta leik hjá Íslandi.
Hér að neðan eru einkunnir leikmanna Íslands.
Telma Ívarsdóttir – 7
Átti tvær mjög góðar vörslur og heilt yfir örugg í sínum aðgerðum.
Guðný Árnadóttir – 6
Skilaði fínu dagsverki í vörninni og gerði sig gildandi fram á við inn á milli. Hefði getað gert betur í marki Dana.
Glódís Perla Viggósdóttir – 7 (Maður leiksins)
Örugg í sínum aðgerðum að vanda og var í tvígang nálægt því að skora.
Guðrún Arnardóttir – 6
Stóð vaktina nokkuð vel heilt yfir.
Sædís Rún Heiðarsdóttir – 5
Var í nokkrum vandræðum með kantmann Dana, sérstaklega í fyrri hálfleik. Sýndi þó að hún er með eitraðan vinstri fót.
Selma Sól Magnúsdóttir (88′) – 5
Gerði mistök sem hefðu getað reynst dýr en átti fínar rispur.
Hildur Antonsdóttir – 6
Skilaði ágætis dagsverki.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir – 7
Fínasti leikur heilt yfir. Fór mjög mikið í gegnum hana í spili Íslands þó stundum hafi vantað upp á ákvarðanir á síðasta þriðjungi.
Agla María Albertsdóttir (62′) – 5
Hefði mátt koma meira út úr báðum kantmönnunum.
Sandra María Jessen (79′) – 5
Hefði mátt koma meira út úr báðum kantmönnunum.
Hlín Eiríksdóttir – 7
Sýndi mikinn kraft og dugnað í fremstu víglínu.
Varamenn
Hafrún Rakel Halldórsdóttir – 6
Aðrar spiluðu of lítið til að fá einkunn