Harry Maguire hefur stigið upp undanfarið eftir að hafa verið harðlega gagnrýndur undanfarin ár, eða allt frá komunni til Manchester United 2019.
Enski miðvörðurinn kostaði United 80 milljónir punda á sínum tíma en hefur ekki staðið undir verðmiðanum.
Hann er þó að eiga fínt tímabil nú og tölfræðin styður það.
Það má sjá stórkostlega bætingu frá síðustu leiktíð í hinum ýmsu þáttum leiksins, eins og sjá má hér neðar.
Maguire er vinsæll í Manchester þessa dagana en hann gerði sigurmark United í síðasta leik gegn FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni.