Fyrrum knattspyrnumaðurinn Micah Richards fór á kostum er hann fjallaði um Meistaradeildina á CBS í gærkvöldi. Þar kom upp smá óhapp.
Að vanda var Richards í setti með Kate Abdo og Jamie Carragher en umfjöllun þeirra hefur notið mikilla vinsælda.
Í gær fjölluðu þau meðal annars um leik PSG gegn AC Milan og í tilefni að því ákvað Richards að herma eftir fagni Kylian Mbappe.
Það fór ekki allt of vel fyrir buxurnar hans, eins og þáttastjórnandinn Abdo benti honum á.
Richards vissi ekki hvert hann ætlaði þegar hann komst að því hvað hafði gerst, eins og sjá má hér að neðan.
Think @micahrichards might need a change of uniform. 😂 pic.twitter.com/Qj05KjYc6h
— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) October 25, 2023