Átta leikjum er lokið það sem af er kvöldi í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
West Ham tapaði nokkuð óvænt fyrir Olympiacos. Konstantinos Forounis og Rodinei komu Grikkjunum í 2-0 en Lucas Paqueta minnkaði muninn í lokin. Nær komust Hamrarnir ekki.
Í hinum leik riðilsins vann Freiburg sigur á Backa Topola. West Ham og Freiburg eru með 6 stig eftir þrjá leiki, Olympiacos 4 og Backa Topola 1.
Marseille vann þá 3-1 sigur á AEK á meðan Real Betis vann Aris.
Molde burstaði Hacken þá í Skandinavíuslag.
Öll úrslit kvöldsins hingað til eru hér að neðan.
A-riðill
Olympiacos 2-1 West Ham
Backa Topola 1-3 Freiburg
B-riðill
Marseille 3-1 AEK
C-riðill
Aris 0-1 Real Betis
Sparta Prag 0-0 Rangers
D-riðill
Rakow 1-1 Sporting
Sturm Graz 2-2 Atalanta
H-riðill
Molde 5-1 Hacken