Sjö leikjum er nýlokið í Evrópudeildinni. Um leiki í 3. umferð riðlakeppninnar var að ræða.
Í E-riðli tók Liverpool á móti Toulouse. Eftir að Diogo Jota hafði komið heimamönnum yfir á 9. mínútu jafnaði Thijs Dallinga fyrir franska liðið en eftir það gekk Liverpool frá dæminu. Wataru Endo kom þeim yfir á 31. mínútu og skömmu síðar gerði Darwin Nunez þriðja markið.
Ryan Gravenberch kom Liverpool í 4-1 á 65. mínútu þegar hann fylgdi eftir dauðafæri sem Nunez klikkaði á og Mohamed Salah innsiglaði 5-1 sigur eftir að hafa komið inn á sem varamaður.
Brighton tók á móti Ajax sem hefur verið í tómu tjóni heima fyrir. Vann liðið afar sterkan 2-0 sigur þar sem Joao Pedro og Ansu Fati gerðu mörkin. Kristian Nökkvi Hlynsson spilaði seinni hálfleikinn með Ajax.
Lærisveinar Jose Mourinho í Roma unnu þá 2-0 sigur á Slavia Prag. Edoardo Bove og Romelu Lukaku gerðu mörkin.
Hér að neðan eru öll úrslit kvöldsins.
B-riðill
Brighton 2-0 Ajax
E-riðill
Liverpool 5-1 Toulouse
Union St. Gilloise 2-1 LASK
F-riðill
Panathinaikos 1-2 Rennes
G-riðill
Sheriff 1-1 Servette
Roma 2-0 Slavia Prag
H-riðill
Leverkusen 5-1 Quarabag