Stuðningsmenn Arsenal urðu margir hverjir áhyggjufullir þegar Gabriel Jesus fór meiddur af velli í leik liðsins gegn Sevilla í gær. Miðað við ummæli kappans eru þau þó ekki alvarleg.
Liðin mættust í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og fór Jesus á kostum. Skoraði hann og lagði upp í 1-2 sigri Arsenal.
Þegar um tíu mínútur lifðu leiks fór Jesus hins vegar af velli vegna meiðsla.
Eftir leik sagði Mikel Arteta stjóri Arsenal að hann hafi fundið til aftan í læri.
„Ég fann fyrir einhverju, við sjáum hvað setur,“ sagði Jesus um málið.
„Ég fer í skanna en ég er viss um að þetta sé ekki neitt. Ég gerði nokkrar æfingar með sjúkraþjálfarunum og þetta lítur ekki út fyrir að vera mikið.“