Gerard Pique fyrrum varnarnaður Barcelona var í gær staddur á viðburði þar sem fjöldi fólks var á svæðinu og vildi ræða við þessa fyrrum knattspyrnustjörnu.
Pique hefur mikið verið í fréttum undanfarna mánuði eftir að hann og Shakira ákváðu að skilja en skot þeirra hafa gengið þeirra á milli síðan.
Shakira hefur meðal annars samið lag um skilnaðinn. „Ætli Shakira semji lag um þetta,“ segir í fréttum um fall Pique.
Pique er öflugur viðskiptamaður og hefur látið að sér kveða þar eftir að knattspyrnuskórnir fóru í hilluna.
Fall Pique af sviðinu í gær er hér að neðan en hann slapp ómeiddur.
Pique no wayyyy! 😂😭pic.twitter.com/HmBPJbJCdm
— Football Hub (@FootbalIhub) October 25, 2023