Gabriel Jesus sóknarmaður Arsenal gæti verið frá næstu vikurnar en hann fór meiddur af velli í sigri liðsins á Sevilla í gær.
Jesus var allt í öllu í leik Arsenal í gær, lagði upp eitt og skoraði annað í 2-1 sigri liðsins á Spáni.
Framherjinn frá Brasilíu er á sínu öðru tímabili hjá Arsenal og hefur átt ágæta spretti.
„Hann bað strax um skiptingu, það eru ekki góðar fréttir því Jesus gerir það aldrei,“ sagði Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Jesus meiddist aftan í læri og virtist vera tognaður. „Við verðum að sjá hvað kemur úr skoðunum næstu daga.“