Manchester United og FCK mætast eftir klukkutíma í Meistaradeild Evrópu þar sem bæði lið þurfa á sigri að halda til að eiga von á því að komast áfram í 16 liða úrslit.
Þessi lið áttust við í Meistaradeild Evrópu árið 2006 þar sem United tapaði gegn FCK á útivelli.
Cristiano Ronaldo, Wayne Rooney og fleiri góðir voru þá í liði United sem hélt á Parken en tapaði leiknum þar.
Nemanja Vidic og Michael Carrick voru í liðinu en þar mátti einnig finna Ole Gunnar Solskjær sem síðar varð þjálfari Manchester United.
Hér að neðan var byrjunarlið United árið 2006 þegar liðið tapaði gegn FCK.