Það er líklegt að barist verði um Alessandro Bastoni, miðvörð Inter, næsta sumar. Það er áhugi frá Englandi.
Hinn 24 ára gamli Bastoni er afar öflugur varnarmaður og þykir líklegt að hann fari í enn stærra félag á allra næstunni.
Í ítölskum miðlum í dag er sagt frá því að bæði Manchester City og Chelsea hafi áhuga á leikmanninum.
Chelsea er í leit að arftaka Thiago Silva og Pep Guardiola nær í öfluga leikmenn á ári hverju.
Talið er að það þurfi um 60 milljónir punda til að krækja í Bastoni.
Bastoni kom til Inter árið 2017. Hann á þá að baki 21 A-landsleik fyrir hönd Ítalíu.