David de Gea heldur áfram að spóka sig um í Manchester þrátt fyrir að samningur hans við félagið hafi runnið út í sumar.
De Gea hefur verið í borginni undanfarnar vikur og hitti gamla félaga í kaffibolla um helgina.
Bruno Fernandes, Victor Lindelöf, Raphael Varane og fleiri leikmenn United voru mætti í kaffibollta með De Gea.
Margir stuðningsmenn Manchester United vilja fá De Gea aftur til félagsins enda hefur Andre Onana ekki byrjað vel í markinu.
De Gea fór frá United í sumar þegar Erik ten Hag ákvað að félagið skildi ekki endurnýja samning hans.
De Gea var í tólf ár hjá Manchester United en hann átti misjöfnu gengi að fagna og var ekki í uppáhaldi hjá öllum.