Knattspyrnudeild FH afhenti í dag Krabbameinsfélagi Íslands, 500.000kr sem söfnuðust með sölu á bleiku treyju liðsins.
500kr af hverri seldri treyju rann óskipt til bleiku slaufunnar ásamt þeim styrkjum sem komu inn á „Bleikum Leik“ í Kaplakrika þann 24.september.
Það seldust um 800 bleikar treyjur og eru þær nú uppseldar.
„Við líkt og Krabbameinsfélagið erum gífurlega stolt af þessu verkefni okkar og einnig fyrir viðtökurnar,“ segir á vef FH.
Garðar Ingi Leifsson markaðsstjóri knattspyrnudeildar, Andrea Marý Sigurjónsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna og Ólafur Guðmundsson leikmaður meistaraflokks karla afhentu styrkinn í dag.
Það var forstöðumaður markaðsmála og fjáröflunar Krabbameinsfélagsins, Árni Reynir Alfreðsson sem tók á móti styrknum fyrir hönd Krabbameinsfélagið og bleiku slaufunnar.