John Aldridge, fyrrum leikmaður Liverpool, var allt annað en hrifinn af frammistöðu liðsins gegn Everton um helgina þrátt fyrir sigur.
Liverpool vann 2-0 sigur í nágrannaslagnum en liðið var manni fleiri frá því seint í fyrri hálfleik.
Mohamed Salah skoraði svo á 75. mínútu og aftur í uppbótartíma og þar við sat.
„Þrjú stig eru allt sem skiptir máli í nágrannaslag en Liverpool þarf að spila miklu betur ef þeir ætla að vera með í titilbaráttunni,“ sagði Aldridge um leikinn, en hann lék með Liverpool frá 1987-1989 við góðan orðstýr.
„Salah átti sinn versta leik á tímabilinu en nýtti samt tækifærin þegar þau komu til hans. Alexis Mac Allister leit ekki vel út.“
Einn leikmaður leit þó sérlega illa út að mati Aldridge.
„Kostas Tsimikas átti einn versta leik sinn í treyju Liverpool og var tekinn af velli.“
Liverpool er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig, stigi á eftir Manchester City og Arsenal.