Marc Guiu skoraði sigurmark Barcelona gegn Athletic Bilbao í La Liga í gær. Var þetta fyrsti leikur hans með aðalliðinu.
Guiu er fæddur árið 2006 og því aðeins 17 ára. Hann kom inn á þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks í gær og gerði nokkrum sekúndum síðar eina markið í 1-0 sigri Börsunga.
Marc Guiu is here to stay
🔥pic.twitter.com/XtWsT0vNj7— Young (@SadiqIsOnX) October 22, 2023
Markið gerði Guiu með þriðju snertingu sinni og fyrsta skoti. Allt ærðist í kjölfarið.
Fjölskylda hans var á vellinum og ætlaði varla að trúa þessu. Myndband af því er hér að neðan.
🥲 Marc Guiu’s family reacting to his goal on first professional appearance…
Football. ❤️✨ pic.twitter.com/W7kGRuiEdk
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 22, 2023