Það kom mörgum á óvart í gær er kona að nafni Jules Breach sást á varamannabekk Liverpool í leik gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni.
Um var að ræða grannaslag í Liverpool en heimamenn höfðu betur 2-0 með mörkum frá Mohamed Salah.
Breach er sparkspekingur og starfar fyrir TNT en hún sást mjög óvænt á bekknum um tíma eftir upphafsflautið.
Margir velta því fyrir af hverju Breach hafi verið við hliðarlínuna en engin skýring hefur fengist hingað til.
Áhorfendur létu í sér heyra á samskiptamiðlum og settu stórt spurningamerki við þessa ákvörðun en Breach skemmti sér að sjálfsögðu konunglega í besta sætinu.
Mynd af þessu má sjá hér.