Thiago Silva, leikmaður Chelsea, hefur harðneitað fyrir þær sögusagnir að hann sé hættur með brasilíska landsliðinu.
Silva er 39 ára gamall en margir bjuggusti við því að hann væri búinn að leggja landsliðsskóna á hilluna og væri því ekki hluti af liðinu í dag.
Silva segir að þær sögusagnir séu rangar og að hann hafi einfaldlega ekki verið valinn af landsliðsþjálfaranum.
,,Ég er ekki búinn að taka neina ákvörðun, höfum það alveg á hreinu. Ég ákvað ekki að mæta ekki til leiks með landsliðinu,“ sagði Silva.
,,Það var ekki mín ákvörðun, ég er alltaf til taks þegar liðið þarf á mér að halda. Enginn hefur sagt mér neitt.“
,,Ég hef einfaldlega ekki fengið símtal fyrir síðustu verkefni en ef þeir telja að ég geti hjálpað þá mæti ég og geri mitt besta.“