Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Þar fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góðan gest og ræða það helsta úr heimi íþrótta. Að þessu sinni var gesturinn fótboltaþjálfarinn og hlaðvarpsstjarnan Viktor Unnar Illugason.
Gylfi Þór Sigurðsson fór á kostum með íslenska landsliðinu gegn Liechtenstein á dögunum. Nokkrum dögum eftir að hafa snúið aftur í landsliðið gegn Lúxemborg byrjaði hann inn á gegn Liechtenstein, skoraði tvö og varð um leið markahæsti leikmaður í sögu liðsins.
„Mér fannst geðveik ákvörðun að láta Gylfa byrja leikinn. Þetta var léttur leikur, hann skorar tvö og þetta lyftir öllu liðinu upp og færir þeim trú,“ sagði Viktor í þættinum.
„Það er geðveikt að hann sé kominn aftur og loksins klárar hann þetta markamet sem hann átti skilið að klára.“
Umræðan í heild er í spilaranum.