Sheffield United 1 – 2 Manchester United
0-1 Scott McTominay(’28)
1-1 Ollie McBurnie(34, víti)
1-2 Diogo Dalot(’77)
Síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka en Sheffield United fékk þá Manchester United í heimsókn.
Leikurinn var engin stórkostleg skemmtun en gestirnir frá Manchester komust yfir á 28. mínútu.
Scott McTominay átti þá skot að marki sem endaði í netinu en forystan entist ekki lengi og voru heimamenn búnir að jafna skömmu síðar.
Sheffield fékk vítaspyrnu stuttu eftir mark Man Utd og Ollie McBurnie skoraði þar örugglega framhjá Andre Onana.
Sigurmarkið var svo skorað á 77. mínútu er Diogo Dalot komst á blað en hann átti fallegt skot utan teigs sem endaði í netinu.
Man Utd er nú með 15 stig eftir níu leiki og er fimm stigum frá Meistaradeildarsæti.