Juventus ætlar að styðja algjörlega við bakið á miðjumanninum Nicolo Fagioli sem var nýlega dæmdur í 12 mánaða bann.
Fagioli er 22 ára gamall en hann var dæmdur fyrir að vera hluti af ólöglegum veðmálahring sem tengist einnig öðrum leikmönnum.
Juventus ætlar ekki að losa leikmanninn og mun vera honum til aðstoðar á meðan bannið stendur.
Um er að ræða mjög öflugan leikmann en hann braut reglur ítalska knattspyrnusambandsins og í kjölfarið settur í bann.
Aðrir leikmenn á borð við Sandro Tonali hjá Newcastle og Nicolo Zaniolo hjá Aston Villa eru undir rannsókn í sama máli.
Juventus lofar því að styðja við bakið á sínum manni og vonast til að sjá hann aftur á vellinum eftir að banninu lýkur.