Andy Robertson bakvörður Liverpool er á leið í aðgerð eftir að hafa meiðst á öxl í verkefni með landsliði Skotlands.
Robertson fór úr axlarlið og nú hefur komið í ljós að hann þarf að fara í aðgerð vegna þess.
„Hann verður frá í langan tíma,“ sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool á fréttamannafundi í dag.
Ljóst er að Robertson verður í hið minnsta frá í tíu vikur en hann er einn af lykilmönnum í liði þýska stjórans.
Robertson hefur undanfarin ár verið í hópi bestu vinstri bakvarða í heimi en hann spilar líklega ekki aftur fyrr en á nýju ári.
🚨🔴 Andrew Robertson set for surgery on his dislocated shoulder, confirms #LFC manager Jurgen Klopp.
“He will be out for a while”, Klopp has added. 🏴 pic.twitter.com/OCWqQ9JIUv
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 20, 2023