Serbneski miðvörðurinn Dusan Brkovic er genginn í raðir FH. Félagið staðfesti þetta nú rétt í þessu.
Dusan, sem er 34 ára gamall, hefur verið á mála hjá KA undanfarin þrjú tímabil og heilt yfir staðið sig vel.
Skrifar hann undir eins árs samning í Kaplakrika.
FH hafnaði í fimmta sæti Bestu deildar karla í ár.
HJARTANLEGA VELKOMINN DUSAN🇷🇸
Dusan Brkovic gengur til liðs við Fimleikafélagið frá KA og gerir 1 árs samning!👌#ViðErumFH pic.twitter.com/pzVeD28jJp
— FHingar (@fhingar) October 20, 2023