Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir að Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hafi sent sér skilaboð eftir leik liðanna á dögunum.
Arsenal vann City þá 1-0 en þetta var í fyrsta sinn sem Arenal vann þá í deild síðan 2015. Arteta hafði þá aldrei unnið Guardiola í deildinni.
Arteta var áður aðstoðarmaður Guardiola hjá City og þekkjast þeir því vel.
„Ég talaði við hann eftir leik. Þetta er alltaf svona. Það eru miklar tilfinningar á meðan leik stendur en þess fyrir utan er samband okkar gott,“ sagði Arteta.
„Ég hef tapað fyrir honum mun oftar en ég hef unnið hann en eftir síðustu tvo leiki sem við unnum, í Samfélagsskildinum og deildinni, hefur þetta verið öðruvísi tilfinning. Hann sendi: „Til hamingju. Þið eruð frábært lið.“