Manchester United vill losna við Jadon Sancho í janúar og er leikmaðurinn formlega kominn á sölu. Þetta segir í frétt Mirror.
Sancho hefur ekki æft eða spilað með aðalliði United undanfarnar vikur eftir opinbert rifrildi sitt við Erik ten Hag eftir tap gegn Arsenal.
Ten Hag sagðist óánægður með frammistöðu Sancho á æfingum en Englendingurinn ungi svaraði honum fullum hálsi.
Hann fær ekki að snúa aftur til æfinga nema að hann biðjist afsökunar og það vill hann ekki gera, þrátt fyrir að talið sé að liðsfélagar hans hafi hvatt hann til þess.
Það er því útlit fyrir að Sancho hafi spilað sinn síðasta leik fyrir United.
Hann gæti farið strax í janúar og hefur Dortmund verið nefnt til sögunnar sem líklegasti áfangastaðurinn.
Þaðan var Sancho einmitt keyptur til United á 73 milljónir punda sumarið 2021. Ljóst er að virði hans hefur snarlækkað. Samkvæmt Transfermarkt er það í dag um 28 milljónir punda en þegar það stóð hæst var það 113 milljónir punda, vorið 2020.