NFL og borgaryfirvöld í Madríd hafa fundað um að leikur í deildinni fari fram í spænsku höfuðborginni á næsta ári.
NFL deildin vestan hafs verður æ vinsælli um heim allan og hafa til að mynda nokkrir leikir farið fram á Tottenham leikvanginum í London.
Nú vill deildin fara enn víðar og kemur Madríd til greina.
Yrðu leikirnir annað hvort á Santiago Bernabeu, heimavelli Real Madrid eða Wanda Metropolitano, heimavelli Atletico Madrid.
Báðir leikvangar eru afar glæsilegir.