Dillon Danis, bardagakappi fór í eitt skipti með Cristiano Ronaldo út á lífið og segir að það hafi verið einstaklega skemmtileg lífsreynsla.
Danis var að berjast um liðna helgi í Manchester og mætti þar Logan Paul en tapaði.
Dillon er þekktastur fyrir að berjast í MMA bardagaíþróttum en var um helgina að berjast í boxi.
Hann og vinur hans Conor McGregor fór eitt sinn út á lífið með Ronaldo og þar varð Dillon hissa. „Ég veit að þetta er fyndin saga en ég fór eitt sinn út á lífið með Ronaldo,“ segir Dillon.
„Það eina sem hann gerði allt kvöldið var að snúa upp á geirvörturnar á fólki. Hann elskar að gera það, það var mjög skrýtið.“
„Ég elska Ronaldo, hann er geggjaður gæi. Hann er eins og stóri bróðir í mínum huga.“