Liverpool er farið að fylgjast afar náið með Victor Osimhen framherja Napoli sem gæti farið frá félaginu næsta sumar.
Osimhen sem kemur frá Nígeríu var að klára verkefni með landsliðinu.
Þar segir að Liverpool hafi verið með útsendara sína til að skoða Osimhen betur og sjá hann með berum augum.
Osimhen er 24 ára gamall framherji sem raðaði inn mörkum fyrir Napoli á síðustu leiktíð þegar liðið vann Seriu A.
Osimhen hefur verið ósáttur með stuðningsmenn Napoli og forráðamenn félagsins undanfarnar vikur.
Búist er við að breytingar eigi sér stað í sóknarlínu Liverpool næsta sumar og telja margir að Mohamed Salah fari frá félaginu.