fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

United skellir verðmiða á Greenwood fyrir næsta sumar

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 18. október 2023 21:30

Mason Greenwood / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt vefsíðunni Teamtalk er Manchester United farið að skoða það hvaða upphæð félagið getur fengið fyrir Mason Greenwood næsta sumar.

Greenwood framherji Manchester United sem er í láni hjá Getafe á Spáni hefur farið vel af stað í nýju umhverfi.

Manchester United tók þá ákvörðun í sumar að Greenwood myndi ekki spila aftur fyrir félagið. Er það vegna rannsóknar lögreglu á meintu ofbeldi hans í nánu sambandi.

Greenwood var undir rannsókn í rúmt ár en málið var fellt niður hjá lögreglu eftir að vitni breyttu framburði sínum og ný gögn litu dagsins ljós.

Greenwood hefur farið vel af stað á Spáni og segja fréttir þar í landi að Sevilla skoði það að kaupa hann næsta sumar.

Er United samkvæmt TeamTalk að vonast eftir því að geta selt Greenwood á rúmar 20 milljónir punda en hann var á sínum tíma eitt mesta efni sem félagið hafði búið til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Roy Keane sakar Carragher um taka pressuna af Liverpool

Roy Keane sakar Carragher um taka pressuna af Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Magnús kveður eftir 18 ára starf og Þóroddur tekur við

Magnús kveður eftir 18 ára starf og Þóroddur tekur við
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óvænt endurkoma til Englands í kortunum hjá Bellingham?

Óvænt endurkoma til Englands í kortunum hjá Bellingham?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndband: Kjóllinn hennar rifnaði í beinni útsendingu – Viðbrögð stórstjörnunnar við hlið hennar vekja athygli

Myndband: Kjóllinn hennar rifnaði í beinni útsendingu – Viðbrögð stórstjörnunnar við hlið hennar vekja athygli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skjöl úr dánarbúinu opinberuð – Sonur hans fær hátt í 700 milljónir

Skjöl úr dánarbúinu opinberuð – Sonur hans fær hátt í 700 milljónir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fjöldi aðila var 30 sekúndum frá dauðanum þegar hreyfill sprakk í loft upp – „„Þegar tíminn þinn rennur út, þá er það bara búið“

Fjöldi aðila var 30 sekúndum frá dauðanum þegar hreyfill sprakk í loft upp – „„Þegar tíminn þinn rennur út, þá er það bara búið“