Allt stefnir í að Sir Jim Ratcliffe eignist 25 prósenta hlut í Manchester United á næstu vikum, viðræður við Glazer fjölskyldunna eru langt komnir.
Kaupin fara ekkert sérstaklega vel í stuðningsmenn Manchester Untied sem vilja helst að Glazer fjölskyldan selji allt félagið.
Guardian segir frá því að Sir Jim Ratcliffe hafi heimsótt félagið í mars og farið þá yfir öll helstu málefni félagsins með stjórninni.
Á Ratcliffe að hafa sett stórt spurningarmerki við kaupstefnu félagsins og það að félagið hafi til að mynda keypt Casemiro frá Real Madrid.
Er Ratcliffe ekki sagður spenntur fyrir því að United sé að kaupa leikmenn á síðustu metrum ferilsins í stað þess að horfa til framtíðar.
Ratcliffe mun borga um 1,5 milljarð punda fyrir 25 prósenta hlut í félaginu sem hann ólst upp við að styðja.