Miðasala er hafin á leik íslenska kvennalandsliðsins gegn Þýskalandi sem fer fram á Laugardalsvelli þann 31. október klukkan 19:00.
Um er að ræða leik í Þjóðadeildinni og er þetta sá síðasti sem fram fer hér á landi í þeirri keppni þetta árið.
Ísland er með 3 stig eftir tvo leiki í riðlinum, jafnmörg og Þýskaland en Danir eru efstir með 6 stig. Wales er einnig í riðlinum en er án stiga.
Stelpurnar okkar mæta Danmörku 27. nóvember en sá leikur er ytra.
Hægt er að kaupa miða leikinn gegn Þýskalandi hér heima á Tix.is.