fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Liverpool ekki einir við borðið ef einn sá besti verður til sölu næsta sumar

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 18. október 2023 18:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamal Musiala leikmaður FC Bayern gæti orðið til sölu næsta sumar en þýski landsliðsmaðurinn er sagður vilja fara annað.

Musiala er einhver mest spennandi knattspyrnumaður í heimi og Fabrizio Romano segir að fjöldi liða muni fylgjast með gangi mála.

Fjallað hefur verið um að Liverpool hafi mikinn áhuga á að fá Musiala en Romano segir að fleiri lið muni koma að borðinu.

„Liverpool hefur verið orðað við Musiala en trúið mér að það verður ekki bara Liverpool. Það eru. mörg stór félög í Evrópu með auga á Musiala,“ segir Romando.

„Jurgen Klopp þekkir hann út og inn en fólk hjá Chelsea, Manchester City og á Spáni eru með augu þarna líka. Það eru engar viðræður en öll félögin fylgjast með.“

Musiala er tvítugur þýskur landsliðsmaður en hann hafði spilað fyrir yngri landslið Englands en valdi að spila fyrir þá þýsku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur