Jamal Musiala leikmaður FC Bayern gæti orðið til sölu næsta sumar en þýski landsliðsmaðurinn er sagður vilja fara annað.
Musiala er einhver mest spennandi knattspyrnumaður í heimi og Fabrizio Romano segir að fjöldi liða muni fylgjast með gangi mála.
Fjallað hefur verið um að Liverpool hafi mikinn áhuga á að fá Musiala en Romano segir að fleiri lið muni koma að borðinu.
„Liverpool hefur verið orðað við Musiala en trúið mér að það verður ekki bara Liverpool. Það eru. mörg stór félög í Evrópu með auga á Musiala,“ segir Romando.
„Jurgen Klopp þekkir hann út og inn en fólk hjá Chelsea, Manchester City og á Spáni eru með augu þarna líka. Það eru engar viðræður en öll félögin fylgjast með.“
Musiala er tvítugur þýskur landsliðsmaður en hann hafði spilað fyrir yngri landslið Englands en valdi að spila fyrir þá þýsku.