Juventus hefur áhuga á að fá Pierre-Emile Hojbjerg frá Tottenham. Þetta segir í frétt Gazzetta dello Sport á Ítalíu.
Hinn 28 ára gamli Hojbjerg er ekki í framtíðarplönum Ange Postecoglu og hefur verið í aukahlutverki á þessari leiktíð. Hann var sterklega orðaður frá félaginu í sumar en var að lokum um kyrrt.
Hojbjerg er samningsbundinn til 2025 en má þó líklega fara á næstunni fyrir rétt verð.
Daninn er metinn á um 30 milljónir punda en ekki er ljóst hvað Juventus þyrfti að borga fyrir hann.