Ísland tók á móti Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld á Laugardalsvelli. Hér neðar má sjá hvað þjóðin hafði að segja um leikinn.
Það er óhætt að segja að íslenska liðið hafi átt þennan leik með húð og hári. Það tók þó smá tíma að brjóta ísinn en það gerði Gylfi Þór Sigurðsson með marki af vítapunktinum á 22. mínútu. Hans fyrsta mark með liðinu í um þrjú ár.
Það liðu aðrar 22 mínútur fram að næsta marki en þá skoraði Alfreð Finnbogason eftir laglegt spil og staðan í hálfleik var 2-0.
Á 49. mínútu var Gylfi á skotskónum á ný þegar hann skoraði þriðja markið. Með því varð hann markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins með 27 mörk.
Hákon Arnar Haraldsson átti eftir að bæta við fjórða markinu en það gerði hann á 63. mínútu með frábærri afgreiðslu. Staðan 4-0 og urðu það lokatölur.
Má ekki bara alltaf spila gegn Liechtenstein?
— Þórður Helgi Þórðar (@Doddilitli) October 16, 2023
Gæði, og fleira. Takk #fotbolti
— Hörður (@horduragustsson) October 16, 2023
Fegurð í sinni tærustu! Markametið klárt. Þvílík saga. Til hamingju Gylfi! pic.twitter.com/EtETcoPtVT
— Rikki G (@RikkiGje) October 16, 2023
Gylfi Þór Sigurðsson þarf að halda áfram að skora aðeins næstu árin vilji hann eiga metið í einhvern tíma.
Miðað við byrjun Hákons í markaskorun og aldur á honum er hann líklegur til að narta í það.
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) October 16, 2023
Setja þetta sound frá slánni í vitinu hans Gylfa inn á höbbinn
— Jói Skúli (@joiskuli10) October 16, 2023
Aðal leikari þessa fyrri hálfleiks Gylfi Sigurðsson. Hefur engu gleymd þessi snillingur. Vonandi slær hann markametið.
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) October 16, 2023
Þú sérð það bara i augunum á Gylfa að það er bara eitt sem hann sættir sig við – og það er markametið. Mentality sem þú kennir ekki. Hann mun alltaf skora annað i þessum leik.
— Óskar Smári (@oskarsmari7) October 16, 2023
Ronaldo og Gylfi að skora á sama tíma
🤷🏼♂️🤷🏼♂️🤷🏼♂️🤷🏼♂️🤷🏼♂️🤷🏼♂️🤷🏼♂️🤷🏼♂️🤷🏼♂️🤷🏼♂️🤷🏼♂️🤷🏼♂️🤷🏼♂️— Özzi Sancho🤙🏼🤴🏼 (@ozzikongur) October 16, 2023
Þetta var svokölluð vítaspyrna 🫡🔥
— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) October 16, 2023
Þetta bros var ofboðslega einlægt og ofboðslega fallegt.
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) October 16, 2023
Allir sammála hér í VAR crewinu. PEN pic.twitter.com/CIKsRoE5Us
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) October 16, 2023
Ég held bara á boltanum á meðan þið traðkið á punktinum.
Búnir? Takk
Set hann þá bara sláin inn.
— Albert Ingason. (@Snjalli) October 16, 2023
Sláin inn jájá
— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) October 16, 2023
Þetta er nettasta víti sögunnar
— Sigurđur Gísli (@SigurdurGisli) October 16, 2023
Markametið fellur í kvöld. Takk #GylfiSig
— Nikola Djuric (@NikolaDjuric23) October 16, 2023
Gott hjá Gylfa að troða sokk upp í öfgaliðið sem berst gegn réttlátri málsmeðferð og siðuðu samfélagi
— Frosti Logason (@FrostiLoga) October 16, 2023