Það er nú ljóst að Katarinn Sheikh Jassim mun ekki eignast Manchester United. Það hefði án efa gjörbreytt félaginu að fá hann.
Glazer fjölskyldan hafnaði tilboði Sheikh Jassim og þess í stað mun Sir Jim Ratcliffe eignast 25 prósent hlut í félaginu. Katarinn vildi eignast félagið í heild, greiða niður allar skuldir og dæla peningum í leikmenn.
Bild segir frá því að Sheikh Jassim hafi viljað fá þrjá franska landsliðsmenn til United eftir að hann tæki yfir félagið.
Stærsta nafnið af þessum þremur er Kylian Mbappe hjá Paris Saint-Germain.
Mbappe hefur sterklega verið orðaður við Real Madrid og er talið að hann endi þar en Sheikh Jassim var til í að reyna að fá hann til United.
Hinir tveir eru þeir Kingsley Coman hjá Bayern Munchen og Edurardo Camavinga hjá Real Madrid.