Glazer fjölskyldan sem á Manchester United óttast það versta á næsta heimaleik félagsins og ætlar að auka öryggisgæslu til muna.
Stuðningsmenn United eru margir verulega ósáttir eftir fréttir helgarinnar. Sheik Jassim hefur ekki lengur áhuga á að reyna að kaupa félagið en Sir Jim Ratcliffe kemur inn.
Ratcliffe mun eignast 25 prósent í félaginu og Glazer fjölskyldan mun því ráða yfir meirihluta í félaginu.
Við þetta eru margir ósáttir og er Glazer fjölskyldan hrædd við mótmæli stuðningsmanna á næsta heimaleik.
United mætir FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni í næstu viku og mun gæslan á þeim leik verða miklu meiri en fólk á að venjast á Old Trafford.