Arsenal bindur miklar vonir við það að Ben White framlengi samning sinn við félagið á allra næstunni.
Undanfarna mánuði hefur Arsenal unnið að því að fá lykilmenn til að skuldbinda sig til framtíðar. Hafa þeir Bukayo Saka og Martin Ödegaard til að mynda krotað undir nýja samninga.
White gekk í raðir Arsenal frá Brighton árið 2021 og hefur staðið sig frábærlega.
Samningur kappans rennur ekki út fyrr en 2026 en þrátt fyrir það vill Arsenal framlengja hann. Viðræður hafa staðið yfir frá því snemma í haust og virðast þær á lokastigi.
Það má því búast við því að White sé við það að framlengja.
🔴⚪️ Arsenal are more than confident to get new deal done and sealed soon for Ben White. Negotiations are ongoing since August/September, as reported earlier.
White, happy at Arsenal as club want his new contract sealed after Odegaard signed last month. pic.twitter.com/UdOpjcYrMD
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 16, 2023