Stórstjarna í ensku úrvalsdeildinni rataði í fjölmiðla þessa helgina eftir að the Sun fékk myndband í hendurnar frá ungri stúlku.
Stúlkunni var boðið í partí á fimm stjörnu hótelherbergi á Englandi ásamt öðrum vinkonum sínum – þær starfa allar sem fyrirsætur.
Þessi stórstjarna er ónefnd að svo stöddu en í myndbandinu má sjá stúlkurnar ræða við einn öryggisvörð hótelsins.
Stúlkurnar þurftu að skrifa undir þagnarskyldusamning áður en þær stigu inn í herbergið og mega ekki tjá sig um teitið opinberlega.
Um var að ræða svokallað kynlífspartí og gæti þessi ágæti maður verið í töluverðu veseni ef nafn hans ratar í blöðin.
,,Hann hafði bókað nokkrar svítur, þeir fóru með stelpurnar í herbergin og þar var þeim boðið áfengi. Við þurftum að láta þá fá símana okkar skrifa undir samninginn,“ segir ein stúlka.
,,Þeir sögðu okkur að við mættum ekki mynda neitt sem færi fram, að ekkert mætti birtast á samskiptamiðlum.“
,,Þegar við mættu á hótelið var tekið á móti okkur eins og við værum á leið í flug – þeir leituðu alls staðar.“