fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Ödegaard: Kannski fór ég of snemma

Victor Pálsson
Sunnudaginn 15. október 2023 21:38

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Martin Ödegaard, leikmaður Arsenal, viðurkennir að hann hafi mögulega skrifað undir hjá stórliði Real Madrid of snemma.

Ödegaard er 24 ára gamall í dag en hann skrifaði fyrst undir hjá Real er hann var aðeins 16 ára gamall.

Norðmaðurinn hafði vakið gríðarlega athygli í Noregi þrátt fyrir ungan aldur en náði aldrei almennilegu flugi á Spáni.

Ödegaard sér ekki beint eftir ákvörðuninni en hann er í dag hjá Arsenal og er fyrirliði liðsins í ensku úrvalsdeildinni.

,,Ég átti mjög góða tíma í Madríd þó einhverjir gætu verið ósammála. Ég lærði mikið, þroskaðist mikið og æfði með bestu leikmönnum heims,“ sagði Ödegaard.

,,Að lokum var það best fyrir mig að kveðja, ég vildi fá að spila meira og halda áfram að þróa minn leik. Ég spilaði með Real og naut þess. Kannski tók ég skrefið of snemma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu