Milljarðarmæringurinn Jim Ratcliffe er að eignast 25 prósent hlut í enska stórliðinu Manchester United.
Ratcliffe er að ná samkomulagi við Glazer fjölskylduna um að eignast svo háa prósentu í félaginu.
Glazer fjölskyldan hefur leitast eftir því að selja félagið undanfarna mánuði og var Sjeik Jassim talinn líklegastur til að taka við.
Jassim hefur þó dregið sig úr kapphlaupinu en hann vildi eignast 100 prósent hlut í félaginu.
Ratcliffe er nú þegar eigandi Nice í frönsku úrvalsdeildinni en Man Utd er verðmetið á um 5,5 milljarða punda.