Jordon Ibe, fyrrum vonarstjarna Liverpool, hefur krotað undir samning við Ebbsfleet United.
Þetta kemur mörgum á óvart en Ibe er 27 ára gamall og lék 41 deildarleik fyrir Liverpool á sínum tíma.
Ibe var svo seldur til Bournemouth og lék þar í fjögur ár og hélt síðar til Derby og svo Tyrklands.
Ferill vængmannsins hefur verið á hraðri niðurleið og mun hann nú reyna fyrir sér í utandeildinni á Englandi.
Ebbsfleet leikur í fimmtu efstu deild Englands og er Ibe lang stærsta nafnið í röðum félagsins.
Bournemouth borgaði 15 milljónir punda fyrir Ibe árið 2016.