Það var ekki ákvörðun Mikel Arteta að losa framherjann Folarin Balogun í sumarglugganum.
Balogun greinir sjálfur frá þessu en hann var seldur til Monaco í sumar eftir að hafa spilað með Reims í Frakklandi á láni.
Arteta var hrifinn af því sem framherjinn var að gera í Frakklandi en stjórn Arsenal tók þá ákvörðun að losa leikmanninn.
,,Arteta sagði ekki mikið, þegar ég sneri aftur sagði hann að ég hefði gert vel og hvatti mig til að halda áfram á sömu braut,“ sagði Balogun.
,,Ég kom svo aftur á undirbúningstímabilinu og það þurfti að skoða hvort ég myndi henta hans leikstíl og hvort ég fengi að spila leiki.“
,,Hann sagðist ætla að reyna að nota mig eins mikið og hægt var en tjáði mér einnig að yfirmenn hans myndu ákveða hvað væri best fyrir mig og mína framtíð.“
,,Við áttum gott spjall og samband okkar var gott en þetta snerist meira um félagið, hvað það vildi gera.“